Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 3. október 2015 00:01 Steven Lennon er í baráttunni um skó. vísir/ernir Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira