Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2015 08:08 Vegurinn að bænum Skaftárdal síðdegis í gær. Þar er ófært. VÍSIR/Friðrik Þór Halldórsson Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01