Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 21:11 vísir/valli Hanna Birna Kristjánsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins en þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi flokksmönnum í kvöld. Þetta kemur fram á Eyjunni. „Ég hefði með stolti og ánægju verið reiðubúin að gegna áfram embætti varaformanns. Ég hefði líka með stolti og ánægju tekið þátt í málefnalegri kosningu og tekið hverri þeirri niðurstöðu sem á landsfundi hefði orðið. En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína,“ skrifar hún í bréfinu. Hanna Birna sagði af sér sem innanríkisráðherra 21. nóvember síðastliðinn vegna aðkomu sinnar að lekamálinu en á landsfundi árið áður var hún kjörinn varaformaður flokksins með 95 prósentum atkvæða. Í kjölfar þess að hún sagði af sér tók hún sér frí frá þingstörfum en sneri aftur á þing síðasta vor. Háværar raddir hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Ólöf Nordal myndi bjóða sig fram gegn Hönnu Birnu á landsfundi flokksins sem fer fram síðar í þessum mánuði. Ólöf þekkir ágætlega til embættisins en hún var varaformaður á undan Hönnu Birnu. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan.Kæru vinir.Með bréfi þessu vil ég deila með ykkur hvers vegna ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér sem varaformaður á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.Fyrst vil ég nefna hve þakklát ég er og hversu vænt mér þykir um þá hvatningu sem ég hef fengið frá mörgum ykkar um að sækjast eftir endurkjöri. Ég hef hlustað á rökin um að ég standi enn fyrir sömu hugsjónir og þær sem hafa veitt mér öflugan stuðning ykkar; um að hugmyndir mínar um betri stjórnmál eigi síst minna erindi nú; um að ákveðin breidd í forystu flokksins sé mikilvæg og að konur megi ekki enn og aftur hörfa þegar á móti blæs. Þar sem ég er sammála mörgu af þessu og vegna þess hve mikla ástríðu ég hef fyrir þeim verkefnum sem bíða, hef ég hingað til haldið öllu opnu og sagt að ég muni - að öllu óbreyttu - vera í kjöri til varaformanns á komandi landsfundi. En ég hef líka sagt við mörg ykkar að eftir það sem á undan er gengið, sæki ég ekki sjálfviljug í hörð pólitísk átök í bráð. Ég hefði með stolti og ánægju verið reiðubúin að gegna áfram embætti varaformanns. Ég hefði líka með stolti og ánægju tekið þátt í málefnalegri kosningu og tekið hverri þeirri niðurstöðu sem á landsfundi hefði orðið. En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína. Ég ítreka hversu miður mér þykir að það tveggja ára gamla mál skyldi fara eins og það fór, vildi óska að ég hefði vitað þá það sem ég veit nú - en endurtek að ég reyndi í öllu því ferli að gera það sem ég á hverjum tíma taldi rétt og satt. Ég hef viljað trúa því að flokkurinn og fólkið sem ég hef starfað með og fyrir í um 20 ár myndi meta mig á fleiri mælikvörðum en þeim mistökum sem eðlilega verða í svo erfiðu máli, en upplifi sterkt að það verður ekki gert á þessum landsfundi sem ég tel að verði að snúast um stærri framtíðarmál. Ég hef alltaf talað fyrir því að flokksmenn eigi að geta valið sér fólk til forystu þegar og eins og þeir vilja. Ég vil ekki að mín persóna hafi nokkur áhrif á þann vilja landsfundarfulltrúa að ganga til slíkra kosninga nú, en mun hins vegar standa utan við það kjör að þessu sinni. Ég ítreka þakkir mínar fyrir samstarf, stuðning og skemmtilegar stundir. Það hafa verið algjör forréttindi að vera varaformaður ykkar og um leið og ég mun sakna þess hlutverks, held ég áfram að nota starfskrafta mína í þágu stefnu okkar og hugsjóna. Ég er því, kæru félagar og vinir, hvergi nærri hætt að leggja mig fram í baráttu fyrir enn betra Íslandi og hlakka til framhaldsins! Með bestu kveðjum, Hanna Birna Kristjánsdóttir,varaformaður Sjálfstæðisflokksins Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins en þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi flokksmönnum í kvöld. Þetta kemur fram á Eyjunni. „Ég hefði með stolti og ánægju verið reiðubúin að gegna áfram embætti varaformanns. Ég hefði líka með stolti og ánægju tekið þátt í málefnalegri kosningu og tekið hverri þeirri niðurstöðu sem á landsfundi hefði orðið. En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína,“ skrifar hún í bréfinu. Hanna Birna sagði af sér sem innanríkisráðherra 21. nóvember síðastliðinn vegna aðkomu sinnar að lekamálinu en á landsfundi árið áður var hún kjörinn varaformaður flokksins með 95 prósentum atkvæða. Í kjölfar þess að hún sagði af sér tók hún sér frí frá þingstörfum en sneri aftur á þing síðasta vor. Háværar raddir hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Ólöf Nordal myndi bjóða sig fram gegn Hönnu Birnu á landsfundi flokksins sem fer fram síðar í þessum mánuði. Ólöf þekkir ágætlega til embættisins en hún var varaformaður á undan Hönnu Birnu. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan.Kæru vinir.Með bréfi þessu vil ég deila með ykkur hvers vegna ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér sem varaformaður á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.Fyrst vil ég nefna hve þakklát ég er og hversu vænt mér þykir um þá hvatningu sem ég hef fengið frá mörgum ykkar um að sækjast eftir endurkjöri. Ég hef hlustað á rökin um að ég standi enn fyrir sömu hugsjónir og þær sem hafa veitt mér öflugan stuðning ykkar; um að hugmyndir mínar um betri stjórnmál eigi síst minna erindi nú; um að ákveðin breidd í forystu flokksins sé mikilvæg og að konur megi ekki enn og aftur hörfa þegar á móti blæs. Þar sem ég er sammála mörgu af þessu og vegna þess hve mikla ástríðu ég hef fyrir þeim verkefnum sem bíða, hef ég hingað til haldið öllu opnu og sagt að ég muni - að öllu óbreyttu - vera í kjöri til varaformanns á komandi landsfundi. En ég hef líka sagt við mörg ykkar að eftir það sem á undan er gengið, sæki ég ekki sjálfviljug í hörð pólitísk átök í bráð. Ég hefði með stolti og ánægju verið reiðubúin að gegna áfram embætti varaformanns. Ég hefði líka með stolti og ánægju tekið þátt í málefnalegri kosningu og tekið hverri þeirri niðurstöðu sem á landsfundi hefði orðið. En þegar nú blasir við að eina ferðina enn á að stilla ákvörðunum er mig varða upp sem einhverju uppgjöri við hið svokallaða lekamál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slaginn um það mál á flokkinn, mig eða mína. Ég ítreka hversu miður mér þykir að það tveggja ára gamla mál skyldi fara eins og það fór, vildi óska að ég hefði vitað þá það sem ég veit nú - en endurtek að ég reyndi í öllu því ferli að gera það sem ég á hverjum tíma taldi rétt og satt. Ég hef viljað trúa því að flokkurinn og fólkið sem ég hef starfað með og fyrir í um 20 ár myndi meta mig á fleiri mælikvörðum en þeim mistökum sem eðlilega verða í svo erfiðu máli, en upplifi sterkt að það verður ekki gert á þessum landsfundi sem ég tel að verði að snúast um stærri framtíðarmál. Ég hef alltaf talað fyrir því að flokksmenn eigi að geta valið sér fólk til forystu þegar og eins og þeir vilja. Ég vil ekki að mín persóna hafi nokkur áhrif á þann vilja landsfundarfulltrúa að ganga til slíkra kosninga nú, en mun hins vegar standa utan við það kjör að þessu sinni. Ég ítreka þakkir mínar fyrir samstarf, stuðning og skemmtilegar stundir. Það hafa verið algjör forréttindi að vera varaformaður ykkar og um leið og ég mun sakna þess hlutverks, held ég áfram að nota starfskrafta mína í þágu stefnu okkar og hugsjóna. Ég er því, kæru félagar og vinir, hvergi nærri hætt að leggja mig fram í baráttu fyrir enn betra Íslandi og hlakka til framhaldsins! Með bestu kveðjum, Hanna Birna Kristjánsdóttir,varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Búast við framboði Ólafar Heimildarmenn Fréttablaðsins búast allir við því að Ólöf Nordal gefi kost á sér í embætti varaformanns. Kosið verður á landsfundi 23. - 25. október. 1. október 2015 07:00
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13
Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn hefur sent frá sér. 30. september 2015 11:30
Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent