Formaður stúdentaráðs HÍ: Frábært að kennarar leiti leiða til að koma kennsluefninu á framfæri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 19:32 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra. Verkfall 2016 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu