Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. október 2015 18:30 Stofnanir eru víða lokaðar og skilaboð þessa efnis á læstum hurðum. MYND/Einar Árnason Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu