Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 22:32 Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra. Alþingi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Sjá meira
Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra.
Alþingi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Sjá meira