Verkfall hefst af fullum þunga á miðnætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 19:32 Hér má sjá deiluaðila í viðræðum í fundarsölum 5 og 6 í Karphúsinu. Vísir/GVA Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mun verkfall félagsmanna halda áfram af fullum þunga á morgun, rétt eins og verkall félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands. Alls munu því á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf á miðnætti með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Þrátt fyrir það var létt yfir formanninum þegar Vísir náði tali af honum undir kvöld. „Það má segja að helgin hafi skilað alveg þokkalegu starfi og við erum komin lengra með málið en þegar við byrjuðum,“ segir Árni um gang mála. Það sé þó ekki farið að sjá fyrir endann á viðræðunum. „Við erum alltaf með þessi varnarorð að þetta sé ekki búið fyrr en þetta er búið þannig að það er svolítið mikið eftir í sjálfu sér,“ bætir formaðurinn við. Viðræðunefndir ríkisins, SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hittust á sáttafundi klukkan 11 í dag og lauk fundahaldi á sjötta tímanum í kvöld. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan 13:15 á morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sem fyrr segir mun verkfallið sem Íslendingar fengu að kynnast fyrir helgi hefjast í óbreytti mynd á miðnætti.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður. Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil.Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu.Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar). Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? Sex þúsund ríkisstarfsmenn hafa lagt niður störf. 15. október 2015 12:32 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mun verkfall félagsmanna halda áfram af fullum þunga á morgun, rétt eins og verkall félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands. Alls munu því á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf á miðnætti með tilheyrandi röskun á nær alla vinnustaði ríkisins, 159 talsins. Þrátt fyrir það var létt yfir formanninum þegar Vísir náði tali af honum undir kvöld. „Það má segja að helgin hafi skilað alveg þokkalegu starfi og við erum komin lengra með málið en þegar við byrjuðum,“ segir Árni um gang mála. Það sé þó ekki farið að sjá fyrir endann á viðræðunum. „Við erum alltaf með þessi varnarorð að þetta sé ekki búið fyrr en þetta er búið þannig að það er svolítið mikið eftir í sjálfu sér,“ bætir formaðurinn við. Viðræðunefndir ríkisins, SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hittust á sáttafundi klukkan 11 í dag og lauk fundahaldi á sjötta tímanum í kvöld. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan 13:15 á morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sem fyrr segir mun verkfallið sem Íslendingar fengu að kynnast fyrir helgi hefjast í óbreytti mynd á miðnætti.Mikil röskun á heilbrigðisþjónustu Þjónusta á heilsugæslum verður verulega skert, en þar verður ekki svarað í símann á meðan verkfallinu stendur og síðdegisvakt á öllum heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins lokuð. Þá mun heimahjúkrun aldraðra og sjúkra að mestu leggjast niður. Mikil röskun verður á starfsemi Landspítalans. Um sextán hundruð sjúkraliðar á spítalanum leggja niður störf og á sjöunda hundrað á öðrum heilbrigðisstofnunum.Um sex hundruð manns fá undanþágu til að sinna bráðatilfellum á Landspítalanum.Kennsla fellur niður Þá fellur öll kennsla við Háskóla Íslands niður, nema kennsla í Háskólabíói. Það er vegna verkfalls umsjónarmanna húseigna háskólans sem eru félagar í SFR. Á vefsíðu HÍ segir að verkfallið komi til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi embættis tollstjóra, en umtalsverð röskun verður bæði á innheimtu- og tollsviði embættisins. Afgreiðsla og símsvörun skiptiborðs og þjónustuvera í Tollhúsinu Tryggvagötu verður jafnframt lokuð. Þá leggst stór hluti starfsemi sýslumannsembætta um land allt niður. Leiksýningar falla niður og ÁTVR lokar Starfsemi ríkisskattstjóra leggst að mestu niður, sem og hjá Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingum og Íbúðalánasjóði. Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar á meðan verkfallinu stendur. Símsvörun hjá Vegagerðinni og lögreglunni leggst niður og allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður sömuleiðis. Listi þessi er ekki tæmandi, en líkt og sést verður röskun á ríkisstofnunum mikil.Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu.Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar). Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? Sex þúsund ríkisstarfsmenn hafa lagt niður störf. 15. október 2015 12:32 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00
Hverjir leggja niður störf í verkfallinu? Sex þúsund ríkisstarfsmenn hafa lagt niður störf. 15. október 2015 12:32
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04