Hannes Hólmsteinn telur vert að setja gæsalappir um „doktor í heimspeki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2015 11:10 Hannes telur fráleitt að titla Henry doktor þá er hann tjáir sig um Illuga Gunnarsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015 Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23
Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17
Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55