„Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“
„Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“
Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“
Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...
Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015