Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. október 2015 19:30 Bjarni Benediktsson vísir/pjetur Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04