Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 12:23 Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík. Vísir/Anton Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira