Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn Óli Kristján Ármannsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. október 2015 07:00 Samninganefnd ríkisins með formanninn, Gunnar Björnsson, í fararbroddi mætir til fundar við samninganefnd SFR, LL og SLFÍ hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Vísir/GVA Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent