Körfubolti

Friðrik Ingi: Bonneau meiddist úti en sleit hásinina hér heima

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu framan af vetri vegna meiðsla eins og greint hefur verið frá.

Bonneau sleit hásin skömmu eftir að hann kom til landsins en var sett spurningamerki við hvort hann hefði mætt til landsins með slitna hásin.

Sjá einnig:Sjáðu Súpermantroðslu Bonneau

„Svo því sé haldið til haga þá slítur hann hásin eftir að hann kom til Íslands en hafði greinilega eitthvað meitt sig úti. Það var bara ekki á þeim tíma vitað að það væri með þessum hætti,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, í upphitunarþætti Dominos-Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport í kvöld.

„Það að hann meiðist og verður ekki með okkur hefur áhrif en að öðru leyti held ég að menn hafi ekkert verið að missa sig yfir þessum fréttum hvort hann hafi verið meiddur áður en hann kom eða hversu mikið. Það er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert stjórnað því,“ sagði Friðrik Ingi, en hversu svekktur var hann að heyra fréttirnar á skalanum 1-10?

Sjá einnig:Sjáðu allar galdrakörfur Bonneau í lýsingu Svala: „Hann er bara skyr og massi“

„Bara Fimm. Auðvitað breytir þetta miklu, en maður er orðinn reynslumeiri og yfirvegaðri. Maður hefur lært að hemja sig með svona hluti. Það getur alltaf ýmislegt gerst.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×