„Alvarlegt brot á samningi ef Bonneau kom meiddur til landsins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 11:30 Stefan Bonneau var besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að hann kom í deildina í fyrra. vísir/vilhelm Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum