Innlent

Kjaradeilan: Ríkið leggur fram nýjar hugmyndir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í þeirri von um að sátt náist og að verkföll skelli ekki á.
Deiluaðilar sitja nú við samningaborðið í þeirri von um að sátt náist og að verkföll skelli ekki á. vísir/gva
Samninganefnd ríkisins kynnti nýjar hugmyndir á fundi sínum með samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna nú rétt í þessu. Félögin vinna nú að því að meta hugmyndirnar og útfæra þær en gert er ráð fyrir að þær verði ræddar frekar á samningafundinum í dag.

Deiluaðilar settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í morgun. Kjaraviðræður hafa verið í algjörum hnút, en þrátt fyrir að einhver teikn séu nú á lofti bendir flest til þess að af verkfallinu verði í kvöld.

Vonast er til að það skýrist í dag í hvaða farveg kjaraviðræðurnar fara. Krafa þessara hópa er að samið verði við þá um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um við aðra hópa upp á síðkastið, og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×