Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:09 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19
Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59