Talsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna eru allir svartsýnir á að nokkur árangur náist á fundi sem ríkissáttasemjari hefur boðað til klukkan tíu.
Semjist ekki núna stefnir allt í víðtæk verkföll annað kvöld.
Krafa þessara hópa er að samið verði við þá um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um við aðra hópa upp á síðkastið og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins.
Síðasti fundur fyrir verkfall hefst klukkan 10
Gissur Sigurðsson skrifar
