Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 21:10 Fyrirliðinn var sáttur með sína menn. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21