Þingmenn vilja að lögreglan hljóti verkfallsrétt á ný Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 15:19 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið fyrr í þessum mánuði, en þeir eru afar ósáttir við kjör sín og hvernig miðar í kjaraviðræðum. visir/pjetur Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Frumvarp hefur verið lagt fram um breytingar á lögum um lögreglulög í þá veru að lögregluþjónar geti farið í verkfall. Það eru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hörður Ríkharðsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sem eru flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarpið gengur út á að lögreglumenn hljóti verkfallsrétt á nýjan leik og í greinargerð kemur fram að slíkt fruvart var fyrst flutt á 144. löggjafarþingi (372. mál) af Eyrúnu Eyþórsdóttur og tveimur þingmönnum öðrum úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Þingmennirnir vilja meina að lögregluþjónar hafi dregist aftur úr í kjörum og það vilja þeir rekja til þeirrar staðreyndar að þeir njóti ekki verkfallsréttar, sem og samanburðarstéttir.Hér má sjá frumvarpið og greinargerðina í heild sinni. „Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar sem sendi út umsagnarbeiðnir vegna þess. Umsagnir bárust frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Félagi yfirlögregluþjóna, Landssambandi lögreglumanna, Lögreglufélagi Eyjafjarðar, Lögreglufélagi Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Tollvarðafélagi Íslands. Allar umsagnirnar, átta talsins, voru jákvæðar í garð málsins. Í ljósi þess og að jafnbrýnt er nú og þegar frumvarpið var flutt í fyrsta sinn að lögreglumenn endurheimti rétt sinn til að sækja kjarabætur með verkfalli ef nauðsynlegt reynist er það nú endurflutt óbreytt og með upphaflegri greinargerð sem hér fer á eftir,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum 1986 með breytingum á þágildandi lögreglulögum. Fram til þess tíma höfðu lögreglumenn rétt til verkfalls líkt og aðrar stéttir innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, reyndar með þeim fyrirvara að skylt var að halda uppi nauðsynlegri öryggisgæslu á meðan á verkfalli stóð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45