„Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. október 2015 13:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila. Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila.
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00