Viltu feta í fótspor Jean Paul Gaultier? Ritstjórn skrifar 13. október 2015 12:00 Það muna eflaust margir eftir búningunum úr framtíðarmyndinni The Fifth Element eftir Luc Besson, en það var enginn annar en Jean Paul Gaultier sem hannaði þá. Hvíti gallinn, sem Milla Jovovic klæddist, sem virtist samsettur úr þykkum böndum, vakti sérstaklega mikla athygli og varð mikill innblástur fyrir tísku tíunda áratugarins. Nú vinnur Luc Besson að nýrri framtíðarmynd,Valerian and the City of a Thousand Planets, með engri annarri en Cara Delevingne í einu aðalhlutverkanna ásamt Clive Owen. Og í stað þess að leita til þekktra búningahönnuða biðlar hann til óþekktra hönnuða um allan heim, og óskar eftir hugmyndum að búningum fyrir myndina. Myndin er byggð á skáldsögu sem gerist í geimnum árið 2580, svo hugmyndaflugið þarf að vera gott. Keppnin er þegar byrjuð og hægt er að senda inn hugmyndir hér til 27. nóvember. Glamour Tíska Mest lesið Gigi Hadid nakin í vorherferð Versace Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fjölbreytni á tískupallinum Glamour Kynlíf á túr Glamour
Það muna eflaust margir eftir búningunum úr framtíðarmyndinni The Fifth Element eftir Luc Besson, en það var enginn annar en Jean Paul Gaultier sem hannaði þá. Hvíti gallinn, sem Milla Jovovic klæddist, sem virtist samsettur úr þykkum böndum, vakti sérstaklega mikla athygli og varð mikill innblástur fyrir tísku tíunda áratugarins. Nú vinnur Luc Besson að nýrri framtíðarmynd,Valerian and the City of a Thousand Planets, með engri annarri en Cara Delevingne í einu aðalhlutverkanna ásamt Clive Owen. Og í stað þess að leita til þekktra búningahönnuða biðlar hann til óþekktra hönnuða um allan heim, og óskar eftir hugmyndum að búningum fyrir myndina. Myndin er byggð á skáldsögu sem gerist í geimnum árið 2580, svo hugmyndaflugið þarf að vera gott. Keppnin er þegar byrjuð og hægt er að senda inn hugmyndir hér til 27. nóvember.
Glamour Tíska Mest lesið Gigi Hadid nakin í vorherferð Versace Glamour Litríkir gestir hjá Kenzo og HM Glamour Topp snyrtivörulistinn fyrir sumarið Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir heimilið Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fjölbreytni á tískupallinum Glamour Kynlíf á túr Glamour