Halldór: Öll lið líta út eins og snillingar og heimsmeistarar gegn okkur Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 12. október 2015 22:00 Halldór Jóhann Sigfússon fylgist svekktur með af hliðarlínunni í kvöld. vísir/pjetur „Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
„Það var bara hrikalegt andleysi í fyrri hálfleik. Það var smá kraftur í upphafi síðari hálfleiks. Við breyttum liðinu dálítið í hálfleik og ætluðum aðeins að reyna breyta einhverju. Það kom kraftur, en menn voru að flýta sér of mikið og ætluðu sér of mikið,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok eftir tíu marka tap gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. FH-liðið var langt því frá að sýna sitt rétta andlit og var meðal annars átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14-6. Inn komu nýjir og ferskir menn í hálfleik, en þeir voru ekki langlífir og tíu marka sigur Vals, staðreynd eins og áður segir. „Það komu þarna inn ungir menn sem hafa ekki spilað margar mínútur, en þeir safna bara að sér reynslu líka. Þetta var algjört andleysi í byrjun og þar töpuðum við leiknum. Við erum bara í virkilegum vandræðum og það verður bara að viðurkennast.” „Það líta öll lið út eins og snillingar og heimsmeistarar á mót okkur núna og við náum ekki að sýna okkar rétta andlit nema á litlum köflum í leiknum.” Reynslumiklir menn eins og Andri Berg Haraldsson, Ísak Rafnsson og Ásbjörn Friðriksson eru ekki að draga FH-vagninn og Halldór hefur áhyggjur af því. „Það er bara þannig að mínir reynslumestu menn verða bara í framhaldinu að stíga upp ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur. Ef þetta heldur áfram sem horfir þá erum við bara að fara berjast um neðstu sætin. Það er klárlega ekki það sem við ætlum okkur.” „Það er ljóst að yngstu mennirinir í liðinu munu ekki draga þennan vagn, en þeir eru tilbúnir til þess að hjálpa við það og koma að því. Við þurfum mikið frá elstu leikmönnunum í liðinu og þeim reynslumestu,” segir Halldór sem segir framhaldið áhyggjuefni ef liðið heldur áfram að spila eins illa á löngum köflum eins og í undanförnum leikjum: „Við erum bara virkilega daprir í 30 mínútur í dag. Við erum einnig virkilega daprir í 30 mínútur í síðasta leik og það er bara mikið áhyggjuefni. Við náum ekki þeirri frammistöðu sem við viljum ná og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira