Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 14:54 Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Vísir/Pjetur Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39