Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2015 10:44 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels