Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. október 2015 13:07 Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir/Pjetur Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32
Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26