Brjálað að gera hjá sýslumanni: Opnunartími styttur og unnið myrkrana á milli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 13:00 Tæplega 900 þinglýsingarskjöl komu á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Opnunartími hefur verið styttur tímabundið. vísir/vilhelm Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga. Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga.
Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira