Þórður glímdi við áfengi og vímuefni: Mætti fullur á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 17:53 Þórður Ingason. Vísir Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira