Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2015 20:58 Þrefaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark eftir mikla baráttu. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21
Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52
Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09
Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44