Að fá stjörnur … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. október 2015 06:00 Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun