Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 09:45 Gunnar Nelson stígur út úr búrinu í Vegas. vísir/getty „UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Sjá meira
„UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30