Raf Simons hættur hjá Dior Ritstjórn skrifar 22. október 2015 16:30 Raf Simons kveður tískusviðið í bili. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Raf Simons er hættur hjá franska tískuhúsinu Dior samkvæmt tilkynningu frá Dior sem var send fjölmiðlum rétt í þessu. Simons hefur verið yfirhönnuður Dior í þrjú og hálft ár og hjálpaði til við að nútímavæða merkið á sínum tíma og þykir hafa tekist vel til. Það er því óhætt að segja að það verður eftirsjá af Simons hjá Dior. Samkvæmt Dior óskaði hönnuðurinn sjálfur eftir því að hætta vegna persónulegra ástæðna. Síðasta sýning Dior á tískuvikunni í París þar sem fatalínan fyrir næsta sumar og vor var sýnd, var því hans síðasta fyrir tískuhúsið. Þessar fregnir frá Dior hafa væntanlega í för með sér einhvern stólaleik hjá hönnuðum stóru tískuhúsana og verður forvitnilegt að fylgjast með því. Úr síðustu sýningu Raf Simons fyrir Dior. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Bella Hadid ljóshærð fyrir Paper Glamour Þrettán ára leikkona og tískufyrirmynd Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour
Fatahönnuðurinn Raf Simons er hættur hjá franska tískuhúsinu Dior samkvæmt tilkynningu frá Dior sem var send fjölmiðlum rétt í þessu. Simons hefur verið yfirhönnuður Dior í þrjú og hálft ár og hjálpaði til við að nútímavæða merkið á sínum tíma og þykir hafa tekist vel til. Það er því óhætt að segja að það verður eftirsjá af Simons hjá Dior. Samkvæmt Dior óskaði hönnuðurinn sjálfur eftir því að hætta vegna persónulegra ástæðna. Síðasta sýning Dior á tískuvikunni í París þar sem fatalínan fyrir næsta sumar og vor var sýnd, var því hans síðasta fyrir tískuhúsið. Þessar fregnir frá Dior hafa væntanlega í för með sér einhvern stólaleik hjá hönnuðum stóru tískuhúsana og verður forvitnilegt að fylgjast með því. Úr síðustu sýningu Raf Simons fyrir Dior. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Kórónur, leður og spaghettíhlýrar Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Bella Hadid ljóshærð fyrir Paper Glamour Þrettán ára leikkona og tískufyrirmynd Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour