Íslenski boltinn

Sitó búinn að skrifa undir samning hjá Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sito í leik með ÍBV í sumar.
Sito í leik með ÍBV í sumar. Vísir/Andri Marinó
Jose Enrique Seoane Vergara, fyrrum framherji Eyjamanna, hefur skrifað undir eins árs samning við Fylki og mun spila með Árbæjarliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta á næsta tímabili.

Jose Enrique Seoane Vergara er kallaður „Sitó“ af mörgum og þar á meðal í fréttatilkynningu Fylkismanna þar sem fyrrnefnt kemur fram.

Þessi 26 ára framherji kom inn í Eyjaliðið á miðju tímabili og skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni

„Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju að Sitó sé genginn til liðs við Fylki," segir í fréttatilkynningunni.

Eyjamenn voru mjög ósáttir með vinnubrögð stjórnar Fylkis og hafa hótað því að kæra hana til KSÍ þar sem að Fylkismenn höfðu að þeirra mati samband við samningsbundinn leikmann. Það á síðan eftir að koma í ljóst hvort frekari eftirmáli verði af þessum félagsskiptum.

Jose Enrique tryggði Eyjamönnum einn mikilvægasta sigur sumarsins en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Leikni í Breiðholtinu. ÍBV endaði fjórum stigum yfir ofan Leikni og bjargaði sér frá falli.

Jose Enrique skoraði tvö mörk á móti Fjölni, tvö mörk á móti Leikni og eitt mark á móti KR og Val. Hann náði hinsvegar ekki að skora á 90 mínútum á móti verðandi liðsfélögum í Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×