Ecclestone: Það þarf að byggja Formúlu 1 frá grunni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2015 19:00 Bernie Ecclestone er orðinn þreyttur á að dyttað sé endalaust að húsinu sem honum finnst þurfa að rífa. Vísir/getty Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 segir að Formúla 1 sé eins og gamalt hús sem þurfi að rífa. Hann vill byggja nýtt á grunninum. Ecclestone sagði í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF að Formúla 1 ætti að taka mark á óskum áhorfenda. „Það ætti að setja nokkra vel valda einstaklinga saman í hóp og láta þá endurskrifa reglurnar í Formúlu 1,“ sagði Ecclestone í viðtalinu. Hann sagði ekkert um hvaða einstaklingar hann vildi að væru í slíkum hóp. Hann vill að aðdáendur Formúlu 1 fái að hafa áhrif á þróun reglnanna, því á endanum sé markmiðið að skemmta þeim. „Við ættum að spyrja almenning hvað honum líkar í Formúlu 1 í dag og hvað honum líkaði best áður. Einhverjir munu segja að ég sé of gamall. Unga fólkið í dag er aðeins öðruvísi, svo við þurfum að byrja frá grunni,“ sagði Ecclestone. „Núverandi reglur eru eins og gamalt hús sem fólk heldur áfram að dytta að, það þarf að rífa það niður og byrja frá grunni,“ bætti Ecclestone við. Hann gagnrýndi einnig hversu tæknilega flókin Formúla 1 er. Hann segir að verkfræðingar stjórni ökumönnum og keppnum of mikið. „Ökumennirnir sitja á ráslínunni en það er í raun verkfræðingur sem ræsir keppnina hjá hverjum og einum, það ætti ekki að vera þannig. Ökumenn ættu að standa einir frá því að keppnin er ræst. Þeir þurfa ekki einhvern til að segja sér hvað liðsfélagi þeirra er að gera í einhverri beygju eða eitthvað álíka,“ sagi Ecclestone að lokum. Formúla Tengdar fréttir Myndband: Brembo prófar Formúlu 1 bremsur Bremsur á Formúlu 1 bílum þurfa að þola gríðarlega krafta, gríðarleg hitastig og virka í allt að tvo klukkutíma vandræðalaust. Prófanir Brembo má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni. 17. október 2015 12:15 FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15 Renault vélin uppfærð fyrir Texas Renault hefur ákveðið að bjóða Red Bull að nota mikið uppfærða vél í bandaríska kappakstrinum um helgina. 20. október 2015 22:30 Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 segir að Formúla 1 sé eins og gamalt hús sem þurfi að rífa. Hann vill byggja nýtt á grunninum. Ecclestone sagði í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF að Formúla 1 ætti að taka mark á óskum áhorfenda. „Það ætti að setja nokkra vel valda einstaklinga saman í hóp og láta þá endurskrifa reglurnar í Formúlu 1,“ sagði Ecclestone í viðtalinu. Hann sagði ekkert um hvaða einstaklingar hann vildi að væru í slíkum hóp. Hann vill að aðdáendur Formúlu 1 fái að hafa áhrif á þróun reglnanna, því á endanum sé markmiðið að skemmta þeim. „Við ættum að spyrja almenning hvað honum líkar í Formúlu 1 í dag og hvað honum líkaði best áður. Einhverjir munu segja að ég sé of gamall. Unga fólkið í dag er aðeins öðruvísi, svo við þurfum að byrja frá grunni,“ sagði Ecclestone. „Núverandi reglur eru eins og gamalt hús sem fólk heldur áfram að dytta að, það þarf að rífa það niður og byrja frá grunni,“ bætti Ecclestone við. Hann gagnrýndi einnig hversu tæknilega flókin Formúla 1 er. Hann segir að verkfræðingar stjórni ökumönnum og keppnum of mikið. „Ökumennirnir sitja á ráslínunni en það er í raun verkfræðingur sem ræsir keppnina hjá hverjum og einum, það ætti ekki að vera þannig. Ökumenn ættu að standa einir frá því að keppnin er ræst. Þeir þurfa ekki einhvern til að segja sér hvað liðsfélagi þeirra er að gera í einhverri beygju eða eitthvað álíka,“ sagi Ecclestone að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Myndband: Brembo prófar Formúlu 1 bremsur Bremsur á Formúlu 1 bílum þurfa að þola gríðarlega krafta, gríðarleg hitastig og virka í allt að tvo klukkutíma vandræðalaust. Prófanir Brembo má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni. 17. október 2015 12:15 FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15 Renault vélin uppfærð fyrir Texas Renault hefur ákveðið að bjóða Red Bull að nota mikið uppfærða vél í bandaríska kappakstrinum um helgina. 20. október 2015 22:30 Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Myndband: Brembo prófar Formúlu 1 bremsur Bremsur á Formúlu 1 bílum þurfa að þola gríðarlega krafta, gríðarleg hitastig og virka í allt að tvo klukkutíma vandræðalaust. Prófanir Brembo má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni. 17. október 2015 12:15
FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15
Renault vélin uppfærð fyrir Texas Renault hefur ákveðið að bjóða Red Bull að nota mikið uppfærða vél í bandaríska kappakstrinum um helgina. 20. október 2015 22:30
Kevin Magnussen yfirgefur McLaren Varaökumaður McLaren liðsins fer frá liðinu til að reyna að tryggja sér keppnissæti á næsta ári annars staðar en hjá McLaren. 19. október 2015 22:15
Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00