Formaður Fylkis: ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2015 12:51 Nafnarnir hjá Fylki. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði og Ásgeir Ásgeirsson formaður knattspyrnudeildar. Vísir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, segir að ÍBV hafi í sumar rætt við samningsbundinn leikmann kvennaliðs Fylkis án leyfis. Slíkt er ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Eins og áður hefur komið fram hyggst ÍBV kæra Fylki fyrir að ræða við Jose Enrique, sem er kallaður Sito, framherja ÍBV, á meðan það var enn óleyfilegt. Fylkismenn neita að hafa gert nokkuð rangt en Eyjamenn segjast vera með sannanir um annað. Ásgeir sagði við Vísi í dag að hann stæði við orð sín í þessu máli og ítrekaði að hann hefði ekki haft rangt við. Öðrum félögum er ekki heimilt að ræða við leikmenn sem eru að renna út á samningi fyrr en 16. október ár hvert. Ásgeir segir að Fylkir hafi ekki rætt við Sito fyrr en þá og nú liggur á borðinu samningur við spænska framherjann.Sjá einnig: Samningur við Sito á borðinu „Við höfðum ekkert rangt við og stöndum við allt það sem hefur verið sagt,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Það skýtur líka skökku við að sömu menn sem voru að hræra í leikmanni í meistaraflokki kvenna hjá okkur í sumar séu nú að tala um hversu heiðarlegir þeir eru.“ „Við erum með það staðfest [að ÍBV ræddi við samningsbundinn leikmann Fylkis],“ sagði Ásgeir sem segist verða almennt var við að á Íslandi tíðkist að rætt sé við leikmenn fyrir 16. október. „Við höfum orðið var við það undanfarinn hálfa mánuð eða svo. Það hefur verið haft samband við fullt af leikmönnum. Svona er þetta bara og mun ekki breytast fyrr en reglunum verður breytt.“ Í Evrópu er liðum heimilt að ræða við leikmenn hálfu ári áður en samningur þeirra rennur út. „Það er mjög furðulegt að erlend lið geti haft samband við leikmenn á Íslandi mörgum mánuðum á undan íslenskum félögum. Kerfið er brenglað.“ „En það breytir því ekki að það eru ákveðnar reglur í gangi og þær ber að virða.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10 Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43
Sito: Ég er búinn að semja við Fylki Jose Sito spilar í Árbænum á næsta tímabili ef marka má viðtal sem birtist við hann í spænskum miðli. 21. október 2015 11:10
Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. 20. október 2015 14:15