Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:53 Verkfallverðir athuguðu hvort félagsmenn og aðrir bæru ekki virðingu fyrir verkfallinu, hér má sjá félagsmenn athuga hvort dyrnar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands væru ekki örugglega harðlæstar. Vísir/allt Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00
Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent