Dyrnar eru ekki lokaðar á neinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2015 06:00 Aron Kristjánsson þjálfar áfram íslenska handboltalandsliðið. Vísir/Getty "Alexander er meiddur og getur því miður ekki verið með. Það er bæði nárinn og öxlin sem eru að plaga hann," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann valdi í gær 20 manna æfingahóp fyrir æfingamót í Noregi sem fer fram í upphafi næsta mánaðar. Aron mun fara með 18 leikmenn á mótið. Alexander Petersson er stærsta nafnið sem vantar í hópinn en hann er að glíma við meiðsli enn og aftur eins og þjálfarinn segir. Liðsfélagi Alexanders hjá Rhein-Neckar Löwen, Stefán Rafn Sigurmannsson, er ekki valinn að þessu sinni en í hans stað kemur Bjarki Már Elísson.Skilaboð til Stefáns Rafns "Stefán er í erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði þar sem hann fær fá tækifæri. Er tækifærin verða fá komast menn úr leikæfingu. Þetta eru smá skilaboð á Stebba að hann verði að fá fleiri leikmínútur. Hann er ekkert úr myndinni og stóð sig ágætlega í okkar verkefnum síðasta sumar," segir þjálfarinn um Stefán Rafn. Aftur á móti er Bjarki að spila mun meira hjá Füchse Berlin þangað sem hann kom í sumar „Hann hefur staðið sig ágætlega þar og nú fær hann tækifæri til þess að sýna sig. Það er samkeppni á milli hans og Stefáns. Þar erum við með tvo góða stráka sem er jákvætt. Nú er það Bjarki sem fær tækifærið." Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður hefur ekki verið valinn í hópinn lengi og kom því einhverjum á óvart að sjá hann aftur í hópnum.Hreiðar í mjög góðu formi "Hreiðar er í mjög góðu formi þessa dagana og verið að æfa vel. Nú er tækifæri fyrir hann til þess að setja pressu á hinu," segir landsliðsþjálfarinn en Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki spilað mikið síðan hann fór til Álaborgar. "Dyrnar eru ekki lokaðar á neinn á meðan þeir spila vel." Tveir nýliðar fá tækifæri að þessu sinni. Framarinn Arnar Freyr Arnarson, sem var ein af stjörnum U-19 ára liðsins í sumar, og svo markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar, Theodór Sigurbjörnsson úr Eyjum. "Theodór hefur spilað mjög vel fyrir ÍBV í vetur og er á mikilli siglingu. Það er verið að verðlauna hann fyrir það. Þetta er gott tækifæri til þess að sjá þessa leikmenn á æfingum þar sem þeir fá meiri mótspyrnu en í deildinni hér heima. Arnar Freyr er línumaður og framtíðarmaður. Getur spilað bæði í vörn og sókn. Hann hefur gott af því að fá nasaþefinn af þessu og við viljum vinna með honum enda efnilegur. Ef hann heldur rétt á spilunum þá getur hann bætt sig mikið." Strákarnir okkar eru á leið á Evrópumótið í Póllandi í janúar og verður ekki mikill tími fyrir undirbúning. Aron vill því nýta þessa viku með liðinu vel.Vilja finna taktinn í liðinu "Við viljum fínpússa hluti í þessu móti og finna taktinn í liðinu. Við verðum að vinna í varnarleiknum líka og koma nýjum mönnum inn. Ólafur Bjarki er til að mynda klár aftur eftir meiðsli og þetta mót nýtist vel til þess að koma honum aftur í gang með okkur." Aron var upprunalega ráðinn í 100 prósent starf sem landsliðsþjálfari en það var lagt á hilluna um tíma á meðan hann stýrði danska liðinu Kolding. Þeim tíma er lokið og Aron aftur kominn í fullt starf hjá HSÍ. Hann er með mörg járn í eldinum enda þarf ýmislegt að bæta. "Eitt af mínum fyrstu verkefnum var að koma þjálfaramenntun aftur á koppinn og það er á góðri leið. Svo erum við búin að koma Afrekshópi í gang. Það eru 18-23 ára strákar sem eru að æfa 1-2 sinnum í mánuði saman. Þar er fylgst með þeirra framgangi og unnið með þeim á réttan hátt. Einnig rætt við þjálfara þeirra og reynt að vinna með þeim svo hægt sé að fá það besta úr leikmanninum," segir Aron en einnig er verið að vinna í styrktarþjálfuninni en lengi hefur verið gagnrýnt að íslenskir handboltamenn séu á eftir er kemur að þeim hluta. "Við héldum námskeið um daginn varðandi uppbyggingu handboltamannsins. Við ýtum undir að félög byrji fyrr í líkamlegri þjálfun og geri það markvissar. Svo er meiningin að koma með innblástur í kraftþjálfunina hjá eldri strákunum."Öðruvísi en skemmtilegt Aron og HSÍ hafa einnig verið að vinna með markvarðarþjálfun og svo á að setja saman teymi sem sér um andlega þáttinn. Það er því nóg að gera hjá þjálfaranum þó svo hann sé ekki að keppa og æfa reglulega. "Auðvitað saknar maður þess stundum að vera ekki að vinna daglega með mönnum en þetta er líka skemmtilegt. Allt annar taktur en öðruvísi." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Alexander Petersson mögulega ekki með íslenska landsliðinu á EM Alexander Petersson er aftur farinn að finna til í náranum og hann sjálfur er óviss um hvort að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi í janúar. 2. október 2015 08:30 Tveir nýliðar í landsliðshópi Arons Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag 20 manna æfingahóp sem hittist í byrjun næsta mánaðar. 20. október 2015 15:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
"Alexander er meiddur og getur því miður ekki verið með. Það er bæði nárinn og öxlin sem eru að plaga hann," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann valdi í gær 20 manna æfingahóp fyrir æfingamót í Noregi sem fer fram í upphafi næsta mánaðar. Aron mun fara með 18 leikmenn á mótið. Alexander Petersson er stærsta nafnið sem vantar í hópinn en hann er að glíma við meiðsli enn og aftur eins og þjálfarinn segir. Liðsfélagi Alexanders hjá Rhein-Neckar Löwen, Stefán Rafn Sigurmannsson, er ekki valinn að þessu sinni en í hans stað kemur Bjarki Már Elísson.Skilaboð til Stefáns Rafns "Stefán er í erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði þar sem hann fær fá tækifæri. Er tækifærin verða fá komast menn úr leikæfingu. Þetta eru smá skilaboð á Stebba að hann verði að fá fleiri leikmínútur. Hann er ekkert úr myndinni og stóð sig ágætlega í okkar verkefnum síðasta sumar," segir þjálfarinn um Stefán Rafn. Aftur á móti er Bjarki að spila mun meira hjá Füchse Berlin þangað sem hann kom í sumar „Hann hefur staðið sig ágætlega þar og nú fær hann tækifæri til þess að sýna sig. Það er samkeppni á milli hans og Stefáns. Þar erum við með tvo góða stráka sem er jákvætt. Nú er það Bjarki sem fær tækifærið." Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður hefur ekki verið valinn í hópinn lengi og kom því einhverjum á óvart að sjá hann aftur í hópnum.Hreiðar í mjög góðu formi "Hreiðar er í mjög góðu formi þessa dagana og verið að æfa vel. Nú er tækifæri fyrir hann til þess að setja pressu á hinu," segir landsliðsþjálfarinn en Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki spilað mikið síðan hann fór til Álaborgar. "Dyrnar eru ekki lokaðar á neinn á meðan þeir spila vel." Tveir nýliðar fá tækifæri að þessu sinni. Framarinn Arnar Freyr Arnarson, sem var ein af stjörnum U-19 ára liðsins í sumar, og svo markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar, Theodór Sigurbjörnsson úr Eyjum. "Theodór hefur spilað mjög vel fyrir ÍBV í vetur og er á mikilli siglingu. Það er verið að verðlauna hann fyrir það. Þetta er gott tækifæri til þess að sjá þessa leikmenn á æfingum þar sem þeir fá meiri mótspyrnu en í deildinni hér heima. Arnar Freyr er línumaður og framtíðarmaður. Getur spilað bæði í vörn og sókn. Hann hefur gott af því að fá nasaþefinn af þessu og við viljum vinna með honum enda efnilegur. Ef hann heldur rétt á spilunum þá getur hann bætt sig mikið." Strákarnir okkar eru á leið á Evrópumótið í Póllandi í janúar og verður ekki mikill tími fyrir undirbúning. Aron vill því nýta þessa viku með liðinu vel.Vilja finna taktinn í liðinu "Við viljum fínpússa hluti í þessu móti og finna taktinn í liðinu. Við verðum að vinna í varnarleiknum líka og koma nýjum mönnum inn. Ólafur Bjarki er til að mynda klár aftur eftir meiðsli og þetta mót nýtist vel til þess að koma honum aftur í gang með okkur." Aron var upprunalega ráðinn í 100 prósent starf sem landsliðsþjálfari en það var lagt á hilluna um tíma á meðan hann stýrði danska liðinu Kolding. Þeim tíma er lokið og Aron aftur kominn í fullt starf hjá HSÍ. Hann er með mörg járn í eldinum enda þarf ýmislegt að bæta. "Eitt af mínum fyrstu verkefnum var að koma þjálfaramenntun aftur á koppinn og það er á góðri leið. Svo erum við búin að koma Afrekshópi í gang. Það eru 18-23 ára strákar sem eru að æfa 1-2 sinnum í mánuði saman. Þar er fylgst með þeirra framgangi og unnið með þeim á réttan hátt. Einnig rætt við þjálfara þeirra og reynt að vinna með þeim svo hægt sé að fá það besta úr leikmanninum," segir Aron en einnig er verið að vinna í styrktarþjálfuninni en lengi hefur verið gagnrýnt að íslenskir handboltamenn séu á eftir er kemur að þeim hluta. "Við héldum námskeið um daginn varðandi uppbyggingu handboltamannsins. Við ýtum undir að félög byrji fyrr í líkamlegri þjálfun og geri það markvissar. Svo er meiningin að koma með innblástur í kraftþjálfunina hjá eldri strákunum."Öðruvísi en skemmtilegt Aron og HSÍ hafa einnig verið að vinna með markvarðarþjálfun og svo á að setja saman teymi sem sér um andlega þáttinn. Það er því nóg að gera hjá þjálfaranum þó svo hann sé ekki að keppa og æfa reglulega. "Auðvitað saknar maður þess stundum að vera ekki að vinna daglega með mönnum en þetta er líka skemmtilegt. Allt annar taktur en öðruvísi."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33 Alexander Petersson mögulega ekki með íslenska landsliðinu á EM Alexander Petersson er aftur farinn að finna til í náranum og hann sjálfur er óviss um hvort að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi í janúar. 2. október 2015 08:30 Tveir nýliðar í landsliðshópi Arons Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag 20 manna æfingahóp sem hittist í byrjun næsta mánaðar. 20. október 2015 15:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Strákarnir okkar heppnir með riðil á EM í handbolta 2016 Íslenska handboltalandsliðið lenti í nokkuð þægilegum riðli á EM í handbolta 2016 þegar dregið var í Kraká í Póllandi í dag. Evrópumótið í Pólland fer fram 17. til 31. janúar 2016. 19. júní 2015 12:33
Alexander Petersson mögulega ekki með íslenska landsliðinu á EM Alexander Petersson er aftur farinn að finna til í náranum og hann sjálfur er óviss um hvort að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Póllandi í janúar. 2. október 2015 08:30
Tveir nýliðar í landsliðshópi Arons Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag 20 manna æfingahóp sem hittist í byrjun næsta mánaðar. 20. október 2015 15:26
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Aron: Býst við að byggja á sama kjarna Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir EM í handbolta í Póllandi á næsta ári. 19. júní 2015 19:21
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti