Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 14:12 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51