Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 12:55 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. vísir/styrmir Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson. Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Samninganefndum SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands, lögreglumanna og samninganefd ríkisins, tókst að koma kjaraviðræðum aftur á rekspöl í gærkvöldi eftir að afturkippur kom í viðræðurnar í gær. Formaður SFR segir baráttugleðina heldur vera að aukast frá því aðgerðir hófust á fimmtudag. Tímabundinn verkföll starfsmanna ríkisins í Sjúkraliðafélaginu og SFR stéttarfélagi hófust með tveggja daga verkföllum hjá tæplega 160 stofnunum ríkisins á fimmtudag og öðrum tveggja daga verkföllum í gær og í dag. Hins vegar eru ótímabundnar aðgerðir hjá Landsspítalanum þar sem aðgerðirnar eru farnar að bíta verulega á. Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að þegar samninganefndir mættu til fundar í Karphúsinu klukkan eitt í gær hafi fólk búist við að fá svör við hugmyndum stéttarfélaganna frá deginum áður. „Þau svör voru þannig að þau settu málið í svolítinn hnút. Við vorum allan daginn í gær að leysa þann hnútog tókst að gera það í gærkvöldi rétt áður en við hættum,“ segir Árni Stefán. Næsti samningafundur er klukkan tvö og segist Árni bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga betur í dag. Það muni hins vegar taka tíma að ganga frá samningum og enn séu mörg ljón í veginum. Hann vilji ekki spá fyrir um það hvort takist að ná samningum fyrir lok þessarar viku. „Af því að það er margt þarna sem við erum svosem ekkert byrjuð að ræða. Sem ég get ekki spáð fyrir um hvernig fer,“ segir Árni Stefán.Er það eins og oft áður í svona viðræðum að launaliðurinn sjálfur reynist erfiðastur eða eru það önnur útfærsluatriði? „Jú launaliðurinn er erfiður. En hins vegar hefur sjaldan verið farið í svona viðræður með eins skýr markmið eins og við erum með. Þannig að ég held að menn séu alveg með markmið okkar á hreinu. Vita að við erum komin í átök og munum ekki kvika frá þeim markmiðum,“ segir Árni Stefán. Þau markmið séu að fá sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafi fengið ýmist með samningum eða í gegnum gerðardóm.Er ennþá hugur í ykkar fólki eða er það farið að mæðast eitthvað? „Nei, það sýndi sig nú í morgun þegar við fórum í kröfugöngu. Fórum frá Hlemmi klukkan níu niður að stjórnarráðinu og stóðum þar þegar ráðherrarnir komu til fundar. Það var mjög góð mæting miað við það að við vorum hrædd með veðrið. Góð stemming og ef eitthvað er held ég að baráttugleðin sé að aukast,“ segir Árni Stefán Jónsson.
Verkfall 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira