Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. vísir/anton Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00