Lífið

Segir Trump vera eins og opna, leiðinlega bók

Stefán Ó. Jónsson skrifar
John Oliver er einn vinsælasti sjónvarpsmaður í heiminum um þessar mundir.
John Oliver er einn vinsælasti sjónvarpsmaður í heiminum um þessar mundir. skjáskot
John Oliver, stjórnandi hins sívinsæla fréttaskýringaþáttar Last Week Tonight, segist ekki einungis vera alveg sama um forsetaefnið Donald Trump heldur einnig að hann vilji alls ekki fá hann í þáttinn til sín.

Þetta kom fram í viðtali við Oliver í þættinum This Morning á sjónvarpsstöðinni CBS. Þar ræddi hann aðra þáttaröð Last Week Tonight og drap eilítið á yfirstandandi kosningabaráttu Repúblikanaflokksins. Þegar Oliver var spurður, á léttu nótunum, hvort að hann hygðist styðja Donald Trump lét hann allt flakka.

„Mér er nákvæmleg sama um hann á öllum mælikvörðum,“sagði Oliver og bætti við að hann myndi ekki fá auðkýfinginn í þáttinn til sín – þrátt fyrir að hann mælist nú með mest fylgi af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. 

„Ég get í rauninni ekki sagt neitt um hann. Hann hefur sagt allt sem hann hefur langað til að segja. Hann segir allt upphátt, þessi maður. Þannig að það er ekki eins og þú munir finna eitthvað innra með honum sem hann hefur verið að halda leyndu. Hann er eins og opin bók og sú bók inniheldur mjög fá spennandi orð.“ 

John Oliver sagði einnig í þættinum að lýðræðið í Bandaríkjunum væri eins og „fjögurra ára afmælisveisla“ og að rökræðurnar einkenndust af miklu „tali en litlu innhaldi.“

Viðtalið við hann á CBS má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×