Prestum óheimilt að synja samkynja pörum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. október 2015 07:00 Guðrún Karls Helgudóttir er ein presta og meðlima í Prestaráði Þjóðkirkjunnar sem lagði fram tillögu um að meina prestum að synja samkynja pörum um vígslu. Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“ Hinsegin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“
Hinsegin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira