Vont að missa nafnið og húsið Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 30. október 2015 07:00 „Við verðum að fara að fatta hvað eru alvöru verðmæti – að fóðra börn frá byrjun á góðu fæði. Það fækkar læknisheimsóknum, bæði vegna líkamlegra og andlegra veikinda,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló. „Reyndu að gefa tólf ára barni, sem hefur aldrei smakkað brokkólí, brokkólí. Sem hefur alist upp á hamborgurum og pitsum.“ Hún segir stöðuna á íslenskum leikskólum og skólum fara batnandi, en enn sé langt í land. „Ég hef verið að fylgjast með þessu því ég er orðin amma. Ömmustrákurinn minn er reyndar grænmetisæta sem gengur því hann er í Hjallastefnunni, en í þeim skólum sem eru ekki einkareknir, er hægt að gera betur,“ útskýrir Solla. Hún segist þó vita að matráðar geri sitt besta. „En þau fá svo lítinn pening á dag.“ Solla lítur til foreldra sinna sem fyrirmynda. „Þau hafa alltaf borðað hollt og gott og eru heilbrigð, mamma hoppar um allt áttræð og hefur endalausa orku. Ég er fimmtíu fimm ára, amma, og það er ekkert óalgengt að ég mæti hálf sex í vinnu og sé að vinna fram á kvöld. Ég get það alveg. Það eru mannréttindi að hafa aðgang að þessu fæði.“ Væri aldrei hægt að bösta þig á Metro? „Ég borða súkkulaði – en ég bý það oftast til sjálf. Bakgrunnur minn er heilsuleysi og ég fékk heilsuna aftur, það hjálpar. Ég finn svo fljótt ef ég er að borða eitthvað sem ég þoli illa. Þá missi ég orkuna sem er alveg skelfilegt fyrir ofvirknina í mér. Það er rosalega lítið sem ég freistast til að fá mér og einhver gæti sagt: Tekin! Ég hef bara smakkað tvo hamborgara um ævina, einn McDonald's og einn Burger King.“ Það var maður númer eitt, eins og Solla kallar hann, sem vildi fá hana til að borða hamborgara.Burger King kona „Hann fór með mig á McDonalds, ég tók einn bita og fannst borgarinn vondur. Þá sagði hann: Þú hlýtur að vera Burger King-kona. Þannig að ég fór þangað og fékk mér bita, og fannst hann verri.“ Solla skellihlær. Hún hefur alltaf borðað hollan mat, fyrst af illri nauðsyn. Hún er með mikið fæðuofnæmi og margar fæðutegundir þolir hún illa. „Ég ólst sem betur fer upp hjá hippunum, foreldrum mínum, sem núna eru 80 og 85 ára. Þau eru náttúrubörn og voru að rækta sjálf.“ Sautján ára gömul flutti hún til Kaupmannahafnar. „Fyrsta alvöru vorið mitt í Kaupmannahöfn er ég alveg að fríka út af heymæði.“ Solla fór til læknis sem sagði að hún þyrfti sprautur við ofnæminu en til þess þyrfti hún að hætta með dóttur sína á brjósti. „Ég kunni ekki að sjóða vatn til að hita pela. Og númer eitt hélt hann að hann hefði fengið einu konuna í heiminum sem væri gersneydd öllum hæfileikum í eldhúsinu,“ segir hún hlæjandi.Á leið heim frá lækninum gekk Solla fram á litla heilsubúð. „Ég hafði aldrei farið þangað áður en af því að amma hafði verið að sjóða mixtúrur og gefa okkur te, þá hugsaði ég með mér, það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvert te þarna? Og ég labba inn og það er rosalega skrítin lykt, þið vitið, svona heilsubúðarlykt.“Sat eftir af meðvirkni einni saman Inni í búðinni veitti Sollu athygli maður sem vildi ólmur að hún breytti mataræðinu. „Hann fór að tala um miso, tamari og tófú. Ég hugsaði bara, vá, hann er ekki í lagi. En ég var svo meðvirk að ég sat áfram.“ Áður en Solla vissi af var hún komin á matreiðslunámskeið hjá manninum og konu hans. „Ég var hjá þeim á námskeiðum í tvö ár. Og ég hef eitthvert svona gen í mér, keppnisgen. Stundum tekur það yfir. Ef ég ætla mér að gera eitthvað þá veit ég ekkert hvaðan orkan kemur en ég geri það. Þarna ákvað ég að ég ætlaði að ná heilsu. Ég var tilbúin til þess og fékk vakningu. Það er svo oft þannig ef maður fær von, að maður er tilbúinn að gera ýmislegt til að eitthvað gangi upp. Allt í einu breyttist ég í húsfreyju sem var að sjóða baunir frá morgni til kvölds.“Þagði í mánuð Í framhaldinu fór hún að læra listasögu og textíl. „Það er grunnurinn minn. Ég var alltaf að prjóna og vinna handavinnu – til að passa upp á ofvirknina. Ég hef rosalega sköpunarþörf og stundum ræð ég ekki alveg við mig. Þarna úti fór ég að læra og vann svo með í búð, þar sem við vorum nokkrir hippar að hanna og búa til flíkur.“ Eftir heimsóknina til náttúrulæknisins fór hún líka að stunda jóga af fullum krafti. „Ég fór til Svíþjóðar á þriggja mánaða námskeið og þagði í mánuð. Það var gert til að hreinsa karmað. Ég var allan tímann í eldhúsinu að búa til tófú,“ segir hún og hlær. Þarna var Solla 23 ára og ákveðin í að gerast jógakennari. „Ég hringdi í mömmu og bað hana að senda mér dóttur mína sem var fjögurra ára í pössun hjá afa og ömmu. Hún hefði gert það nema þá bætti ég við, ertu til í að lita öll fötin hennar appelsínugul? Því þvottavélin hérna er svo léleg. Þá sagði mamma, heyrðu, komdu bara og náðu í hana.“ Solla hlær og segist þá hafa flutt heim. Leiðin lá þó ekki beint í matargerð því Solla fór í Myndlista- og handíðaskólann og vann samhliða á Á næstu grösum.Hippastimpillinn af „Fólk segir oft, vá, varstu að sóa öllum þessum tíma í nám? Ég segi bara nei, þetta var besta menntun sem ég gat fengið. Í átta ár var ég að læra að fá hugmyndir, taka þær úr kollinum, eins og þær voru og setja niður. Þetta nýtist mér svo vel við að búa til uppskriftir.“ Og sannarlega var þörf á uppskriftum, því eftir að hafa starfað sem kokkur á Á næstu grösum í nokkur ár opnaði Solla eigin grænmetisstað, Grænan kost, ásamt Hjördísi Gísladóttur. „Ég man enn eftir fyrsta deginum, Hjördís sótti mig klukkan sjö og það var röð út úr dyrum. Klukkan hálf tvö stóðum við og sögðum, því miður, það er allt búið. Og við horfðum hvor á aðra og sögðum: Hvað erum við búnar að koma okkur út í?“ Hún segir Grænan kost hafa fært grænmetisfæði nær fólki. „Við tókum hippastimpilinn svolítið af, því við vorum að bjóða upp á rétti þar sem fólk saknaði ekkert kjötsins. Við áttum skemmtilegan kúnnahóp, Vigdís Finnbogadóttir kom mikið, eða bílstjórinn að sækja mat, svo man ég að Björn Bjarnason var fastakúnni. Svo voru karlarnir í byggingarvinnunni. Þetta var svo ótrúlega breiður og fallegur hópur.“ Solla hætti með Grænan kost tíu árum síðar þegar hún fékk brjósklos. Þá hófu þau samstarf við Hagkaup um vörulínu. Hugmyndin var að selja heilsuvörur sem venjulegt fólk hefði efni á. Maður Sollu, Elías, eða númer þrjú, hafði lært viðskiptafræði og þau ákváðu að láta slag standa. „Hann er svo skemmtilegur, hann vílar ekkert fyrir sér. Ég var orðin fertug og fannst hann dálítið djarfur. Hann sagði bara, Solla þetta er alveg gerlegt. Og við bjuggum til okkar fyrstu línu.“Missti vörulínuna og svo húsið Solla og Elli héldu líka úti heildsölu en 2007 segir hún þau hafa gert mistök sem urðu til þess að þau misstu merki sitt, Himneska hollustu. „Þegar var farið að nálgast árið mikla 2007 þá komu upp draumar í stíl við það. Við vorum nokkur sem ætluðum að sameinast og allir lögðu í púkkið. Við settum vörulínuna okkar og heildsöluna inn. Svo komu aðrir með veitingastaði og annað. Þetta var flott fjármálafólk nema að við náðum ekki almennilega saman. Við fundum ekki flöt á mínum hugsjónum og þeirra hugmyndum. Sem var allt í góðu. En við stóðum ekki eins sterkt og við héldum. Það var skrítið að sjá andlitið á sér til sölu í búðunum og fá ekki krónu fyrir nafnið mitt og andlitið mitt. Á sama tíma misstum við húsið.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á. „Númer þrjú átti íbúð og ég líka og við seldum og keyptum okkur hús í Grafarholti. Svo var hringt og okkur boðið betra lán sem við vorum til í, því þá fengi ég risastóran matjurtagarð. Við misstum allt. Vorum ekki á núlli heldur í mínus og þurftum að selja húsið frá okkur. Mér fannst þetta ekki réttlátt – en ég er svo sem ekki ein um það.“Gafst aldrei upp Hún segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp. „Ég hugsaði með mér, ég get sökkt mér í þetta eða haldið áfram. Og lífið er svo fallegt. Auðvitað er erfitt að horfa á eftir öllu og af hverju gerði maður þetta en ekki hitt. En við ákváðum að bretta upp ermar og bjuggum til nýja línu. Ég viðurkenni að okkur fannst rosalega skrítið að missa Himneska hollustu. Það var svo mikið slagorðið okkar Ella. Það komu tímar þar sem þetta var erfitt og mér fannst þetta óréttlátt.“ Þá kom kall um hvort þau væru til í að koma inn í rekstur veitingastaðarins Glóar við Engjateig.„Við slógum til.“ Hlutirnir gerðust hratt. „Við fórum í Hagkaup á laugardagsmorgni og keyptum inn, fórum inn í Engjateig á sunnudagsmorgni, skrældum gulrætur og opnuðum á mánudegi,.Staðurinn var tilbúinn, því það var þarna áður veitingastaður og bankinn var að fara taka hann . Við fengum þetta fallega tækifæri upp í hendurnar.“Luðra sem elskar eldhúsið Í dag þykir það nokkuð venjulegt að pæla í mataræði og stundum virðast öfgarnar miklar. Er hún sammála því? „Ég held að oft fari maður fyrst út í öfgar, því það er erfitt að halda sér á línunni. Þú færð svo mikið af upplýsingum. Þetta og hitt og ef ekki þetta þá ferðu til helvítis. Þannig tímar eru svolítið í dag. Ég er búin að fara í mínar öfgar. Í dag finnst mér ég vera svona miðaldra amma – hálfgerð luðra sem elskar að vera í eldhúsinu.“ Hún hlær.Er það þannig að hver sem er eigi fyrir því að hafa svona lífsstíl? „Mýtan er sú að þetta sé dýrt, en á hinn bóginn, eins og með mömmu, hún fer ekki til læknis, hún er ekki á lyfjum. Hún kostar kerfið ekkert, þarf sjálf ekki að borga því hún er heilbrigð. Eru það ekki verðmæti? Ég vildi óska að það yrði sett einhver stefna í mataræði í skólum. Landlæknir er búinn að taka fallegt skref, í nýjum ráðleggingum talar hann um að það væri frábært ef við gætum haft tvo kjötlausa daga, borðað meira af grænmeti, baunum og korni. Auðvitað út af heilsunni en líka jörðinni.“Á sama tíma og margir fara út í öfgar í heilsusamlegan lífsstíl hefur aldrei verið meira um offitu. Förum við öfganna á milli?Engin töfralausn „Ég held að aðgangur að skyndibita sé of greiður. Íslendingar þurfa að vinna mikið og það er svo auðvelt að kippa með óhollum skyndibita. Ég held að það sé ávanabindandi. Ég veit bara að ef ég væri á svoleiðis fæði væri ég 200 kíló. Ef ég er alveg heiðarleg þá skil ég af hverju fólk borðar svona mat – hann er bragðgóður og við erum alin upp við þetta, því framboðið er svo brjálað. En það sem mér sýnist vera að gerast er að það eru að koma fleiri ferskir staðir inn. Þetta er að breytast og á tímum breytinga sjáum við hvorar tveggja öfgarnar.“ Hún segist hræddust við sykur. „Af því að sykur er ávanabindandi og það mest fitandi og hann er í miklu fleiru en menn átta sig á. Og þegar þú ert orðinn háður sæta bragðinu þá er svo erfitt að snúa til baka nema með átaki.“ Aðspurð segir hún enga töfralausn að hafa. „Ég held að maður eigi að læra að hlusta á sig, innsæi sitt. Í dag höfum við verkfæri til þess. Fólk er duglegt að hreyfa sig og er orðið duglegt að hugsa um sig. Þá finnur maður hvað hentar manni og það er ekki endilega sama og hentar hinum. Ég held að við getum skorið á öfgar. Og þó svo að fólk geri sér glaðan dag eða detti í sukk annað veifið þá skiptir það engu máli – heldur það sem við gerum dagsdaglega.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
„Við verðum að fara að fatta hvað eru alvöru verðmæti – að fóðra börn frá byrjun á góðu fæði. Það fækkar læknisheimsóknum, bæði vegna líkamlegra og andlegra veikinda,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló. „Reyndu að gefa tólf ára barni, sem hefur aldrei smakkað brokkólí, brokkólí. Sem hefur alist upp á hamborgurum og pitsum.“ Hún segir stöðuna á íslenskum leikskólum og skólum fara batnandi, en enn sé langt í land. „Ég hef verið að fylgjast með þessu því ég er orðin amma. Ömmustrákurinn minn er reyndar grænmetisæta sem gengur því hann er í Hjallastefnunni, en í þeim skólum sem eru ekki einkareknir, er hægt að gera betur,“ útskýrir Solla. Hún segist þó vita að matráðar geri sitt besta. „En þau fá svo lítinn pening á dag.“ Solla lítur til foreldra sinna sem fyrirmynda. „Þau hafa alltaf borðað hollt og gott og eru heilbrigð, mamma hoppar um allt áttræð og hefur endalausa orku. Ég er fimmtíu fimm ára, amma, og það er ekkert óalgengt að ég mæti hálf sex í vinnu og sé að vinna fram á kvöld. Ég get það alveg. Það eru mannréttindi að hafa aðgang að þessu fæði.“ Væri aldrei hægt að bösta þig á Metro? „Ég borða súkkulaði – en ég bý það oftast til sjálf. Bakgrunnur minn er heilsuleysi og ég fékk heilsuna aftur, það hjálpar. Ég finn svo fljótt ef ég er að borða eitthvað sem ég þoli illa. Þá missi ég orkuna sem er alveg skelfilegt fyrir ofvirknina í mér. Það er rosalega lítið sem ég freistast til að fá mér og einhver gæti sagt: Tekin! Ég hef bara smakkað tvo hamborgara um ævina, einn McDonald's og einn Burger King.“ Það var maður númer eitt, eins og Solla kallar hann, sem vildi fá hana til að borða hamborgara.Burger King kona „Hann fór með mig á McDonalds, ég tók einn bita og fannst borgarinn vondur. Þá sagði hann: Þú hlýtur að vera Burger King-kona. Þannig að ég fór þangað og fékk mér bita, og fannst hann verri.“ Solla skellihlær. Hún hefur alltaf borðað hollan mat, fyrst af illri nauðsyn. Hún er með mikið fæðuofnæmi og margar fæðutegundir þolir hún illa. „Ég ólst sem betur fer upp hjá hippunum, foreldrum mínum, sem núna eru 80 og 85 ára. Þau eru náttúrubörn og voru að rækta sjálf.“ Sautján ára gömul flutti hún til Kaupmannahafnar. „Fyrsta alvöru vorið mitt í Kaupmannahöfn er ég alveg að fríka út af heymæði.“ Solla fór til læknis sem sagði að hún þyrfti sprautur við ofnæminu en til þess þyrfti hún að hætta með dóttur sína á brjósti. „Ég kunni ekki að sjóða vatn til að hita pela. Og númer eitt hélt hann að hann hefði fengið einu konuna í heiminum sem væri gersneydd öllum hæfileikum í eldhúsinu,“ segir hún hlæjandi.Á leið heim frá lækninum gekk Solla fram á litla heilsubúð. „Ég hafði aldrei farið þangað áður en af því að amma hafði verið að sjóða mixtúrur og gefa okkur te, þá hugsaði ég með mér, það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvert te þarna? Og ég labba inn og það er rosalega skrítin lykt, þið vitið, svona heilsubúðarlykt.“Sat eftir af meðvirkni einni saman Inni í búðinni veitti Sollu athygli maður sem vildi ólmur að hún breytti mataræðinu. „Hann fór að tala um miso, tamari og tófú. Ég hugsaði bara, vá, hann er ekki í lagi. En ég var svo meðvirk að ég sat áfram.“ Áður en Solla vissi af var hún komin á matreiðslunámskeið hjá manninum og konu hans. „Ég var hjá þeim á námskeiðum í tvö ár. Og ég hef eitthvert svona gen í mér, keppnisgen. Stundum tekur það yfir. Ef ég ætla mér að gera eitthvað þá veit ég ekkert hvaðan orkan kemur en ég geri það. Þarna ákvað ég að ég ætlaði að ná heilsu. Ég var tilbúin til þess og fékk vakningu. Það er svo oft þannig ef maður fær von, að maður er tilbúinn að gera ýmislegt til að eitthvað gangi upp. Allt í einu breyttist ég í húsfreyju sem var að sjóða baunir frá morgni til kvölds.“Þagði í mánuð Í framhaldinu fór hún að læra listasögu og textíl. „Það er grunnurinn minn. Ég var alltaf að prjóna og vinna handavinnu – til að passa upp á ofvirknina. Ég hef rosalega sköpunarþörf og stundum ræð ég ekki alveg við mig. Þarna úti fór ég að læra og vann svo með í búð, þar sem við vorum nokkrir hippar að hanna og búa til flíkur.“ Eftir heimsóknina til náttúrulæknisins fór hún líka að stunda jóga af fullum krafti. „Ég fór til Svíþjóðar á þriggja mánaða námskeið og þagði í mánuð. Það var gert til að hreinsa karmað. Ég var allan tímann í eldhúsinu að búa til tófú,“ segir hún og hlær. Þarna var Solla 23 ára og ákveðin í að gerast jógakennari. „Ég hringdi í mömmu og bað hana að senda mér dóttur mína sem var fjögurra ára í pössun hjá afa og ömmu. Hún hefði gert það nema þá bætti ég við, ertu til í að lita öll fötin hennar appelsínugul? Því þvottavélin hérna er svo léleg. Þá sagði mamma, heyrðu, komdu bara og náðu í hana.“ Solla hlær og segist þá hafa flutt heim. Leiðin lá þó ekki beint í matargerð því Solla fór í Myndlista- og handíðaskólann og vann samhliða á Á næstu grösum.Hippastimpillinn af „Fólk segir oft, vá, varstu að sóa öllum þessum tíma í nám? Ég segi bara nei, þetta var besta menntun sem ég gat fengið. Í átta ár var ég að læra að fá hugmyndir, taka þær úr kollinum, eins og þær voru og setja niður. Þetta nýtist mér svo vel við að búa til uppskriftir.“ Og sannarlega var þörf á uppskriftum, því eftir að hafa starfað sem kokkur á Á næstu grösum í nokkur ár opnaði Solla eigin grænmetisstað, Grænan kost, ásamt Hjördísi Gísladóttur. „Ég man enn eftir fyrsta deginum, Hjördís sótti mig klukkan sjö og það var röð út úr dyrum. Klukkan hálf tvö stóðum við og sögðum, því miður, það er allt búið. Og við horfðum hvor á aðra og sögðum: Hvað erum við búnar að koma okkur út í?“ Hún segir Grænan kost hafa fært grænmetisfæði nær fólki. „Við tókum hippastimpilinn svolítið af, því við vorum að bjóða upp á rétti þar sem fólk saknaði ekkert kjötsins. Við áttum skemmtilegan kúnnahóp, Vigdís Finnbogadóttir kom mikið, eða bílstjórinn að sækja mat, svo man ég að Björn Bjarnason var fastakúnni. Svo voru karlarnir í byggingarvinnunni. Þetta var svo ótrúlega breiður og fallegur hópur.“ Solla hætti með Grænan kost tíu árum síðar þegar hún fékk brjósklos. Þá hófu þau samstarf við Hagkaup um vörulínu. Hugmyndin var að selja heilsuvörur sem venjulegt fólk hefði efni á. Maður Sollu, Elías, eða númer þrjú, hafði lært viðskiptafræði og þau ákváðu að láta slag standa. „Hann er svo skemmtilegur, hann vílar ekkert fyrir sér. Ég var orðin fertug og fannst hann dálítið djarfur. Hann sagði bara, Solla þetta er alveg gerlegt. Og við bjuggum til okkar fyrstu línu.“Missti vörulínuna og svo húsið Solla og Elli héldu líka úti heildsölu en 2007 segir hún þau hafa gert mistök sem urðu til þess að þau misstu merki sitt, Himneska hollustu. „Þegar var farið að nálgast árið mikla 2007 þá komu upp draumar í stíl við það. Við vorum nokkur sem ætluðum að sameinast og allir lögðu í púkkið. Við settum vörulínuna okkar og heildsöluna inn. Svo komu aðrir með veitingastaði og annað. Þetta var flott fjármálafólk nema að við náðum ekki almennilega saman. Við fundum ekki flöt á mínum hugsjónum og þeirra hugmyndum. Sem var allt í góðu. En við stóðum ekki eins sterkt og við héldum. Það var skrítið að sjá andlitið á sér til sölu í búðunum og fá ekki krónu fyrir nafnið mitt og andlitið mitt. Á sama tíma misstum við húsið.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á. „Númer þrjú átti íbúð og ég líka og við seldum og keyptum okkur hús í Grafarholti. Svo var hringt og okkur boðið betra lán sem við vorum til í, því þá fengi ég risastóran matjurtagarð. Við misstum allt. Vorum ekki á núlli heldur í mínus og þurftum að selja húsið frá okkur. Mér fannst þetta ekki réttlátt – en ég er svo sem ekki ein um það.“Gafst aldrei upp Hún segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp. „Ég hugsaði með mér, ég get sökkt mér í þetta eða haldið áfram. Og lífið er svo fallegt. Auðvitað er erfitt að horfa á eftir öllu og af hverju gerði maður þetta en ekki hitt. En við ákváðum að bretta upp ermar og bjuggum til nýja línu. Ég viðurkenni að okkur fannst rosalega skrítið að missa Himneska hollustu. Það var svo mikið slagorðið okkar Ella. Það komu tímar þar sem þetta var erfitt og mér fannst þetta óréttlátt.“ Þá kom kall um hvort þau væru til í að koma inn í rekstur veitingastaðarins Glóar við Engjateig.„Við slógum til.“ Hlutirnir gerðust hratt. „Við fórum í Hagkaup á laugardagsmorgni og keyptum inn, fórum inn í Engjateig á sunnudagsmorgni, skrældum gulrætur og opnuðum á mánudegi,.Staðurinn var tilbúinn, því það var þarna áður veitingastaður og bankinn var að fara taka hann . Við fengum þetta fallega tækifæri upp í hendurnar.“Luðra sem elskar eldhúsið Í dag þykir það nokkuð venjulegt að pæla í mataræði og stundum virðast öfgarnar miklar. Er hún sammála því? „Ég held að oft fari maður fyrst út í öfgar, því það er erfitt að halda sér á línunni. Þú færð svo mikið af upplýsingum. Þetta og hitt og ef ekki þetta þá ferðu til helvítis. Þannig tímar eru svolítið í dag. Ég er búin að fara í mínar öfgar. Í dag finnst mér ég vera svona miðaldra amma – hálfgerð luðra sem elskar að vera í eldhúsinu.“ Hún hlær.Er það þannig að hver sem er eigi fyrir því að hafa svona lífsstíl? „Mýtan er sú að þetta sé dýrt, en á hinn bóginn, eins og með mömmu, hún fer ekki til læknis, hún er ekki á lyfjum. Hún kostar kerfið ekkert, þarf sjálf ekki að borga því hún er heilbrigð. Eru það ekki verðmæti? Ég vildi óska að það yrði sett einhver stefna í mataræði í skólum. Landlæknir er búinn að taka fallegt skref, í nýjum ráðleggingum talar hann um að það væri frábært ef við gætum haft tvo kjötlausa daga, borðað meira af grænmeti, baunum og korni. Auðvitað út af heilsunni en líka jörðinni.“Á sama tíma og margir fara út í öfgar í heilsusamlegan lífsstíl hefur aldrei verið meira um offitu. Förum við öfganna á milli?Engin töfralausn „Ég held að aðgangur að skyndibita sé of greiður. Íslendingar þurfa að vinna mikið og það er svo auðvelt að kippa með óhollum skyndibita. Ég held að það sé ávanabindandi. Ég veit bara að ef ég væri á svoleiðis fæði væri ég 200 kíló. Ef ég er alveg heiðarleg þá skil ég af hverju fólk borðar svona mat – hann er bragðgóður og við erum alin upp við þetta, því framboðið er svo brjálað. En það sem mér sýnist vera að gerast er að það eru að koma fleiri ferskir staðir inn. Þetta er að breytast og á tímum breytinga sjáum við hvorar tveggja öfgarnar.“ Hún segist hræddust við sykur. „Af því að sykur er ávanabindandi og það mest fitandi og hann er í miklu fleiru en menn átta sig á. Og þegar þú ert orðinn háður sæta bragðinu þá er svo erfitt að snúa til baka nema með átaki.“ Aðspurð segir hún enga töfralausn að hafa. „Ég held að maður eigi að læra að hlusta á sig, innsæi sitt. Í dag höfum við verkfæri til þess. Fólk er duglegt að hreyfa sig og er orðið duglegt að hugsa um sig. Þá finnur maður hvað hentar manni og það er ekki endilega sama og hentar hinum. Ég held að við getum skorið á öfgar. Og þó svo að fólk geri sér glaðan dag eða detti í sukk annað veifið þá skiptir það engu máli – heldur það sem við gerum dagsdaglega.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira