Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2015 06:00 Hlaupið er metið helmingi stærra en þau stærstu sem á undan því komu. vísir/vilhelm Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor. Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor.
Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira