Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 12:34 Róbert Örn skrifar undir i hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira