Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2015 12:00 Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina og skilaði svo bílnum í umboðið. Vísir Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Malín Brand fékk lánaðan bíl hjá Toyota á Íslandi daginn sem hún ók systur sinni Hlín Einarsdóttur út í hraun við Vallarhverfið í Hafnarfirði þar sem til stóð að sækja peninga sem þær eru grunaðar um að hafa reynt að kúga út úr forsætisráðherra. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Toyota. „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. „Hún hefur oft komið til okkar, hún náttúrulega starfaði sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu og hefur prófað bíla oft og hefur mjög oft komið til okkar og fengið bíla til að reynsluaka.“Lögreglan skilaði bílnum Lögreglan handtók Malín og systur hennar Hlín þegar þær komu í Hafnarfjörð til að sækja fjármunina. Malín hefur frá því að greint var frá málinu haldið því fram að hennar aðkoma hafi aðeins falist í að aka systur sinni á staðinn og að hún hafi ekki trúað því að nokkur maður myndi taka mark á hótuninni. Páll segir að lögreglan hafi skilað bílnum í kjölfar handtökunnar. „Og [lögreglan] ræddi við framkvæmdastjóra Toyota í Kauptúni, sem sagt söluaðilanum, og við veittum allar upplýsingar sem beðið var um,“ segir hann.Ekki fyrir vinnunaPáll segir aðspurður að hún hafi ekki fengið bílinn lánaðan til að reynsluaka fyrir vinnu. „Hún sagði að hún væri að prófa þennan bíl fyrir frænku sína sem væri að velta fyrir sér að kaupa Yaris,“ segir hann. „Það var langt síðan hún hafði keyrt hann og bað um að fá að taka aðeins hring á bílnum til þess að rifja upp hvernig bíllinn væri og hvort hann passaði fyrir frænku sína.“Engin lífsýni á bréfinu Rannsókn málsins lauk fyrr í vikunni og er það á leið til ríkissaksóknara, sem mun taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Málið hefur verið til rannsóknar allt frá mánaðamótum maí og júní en meðal annars voru gögn send til lífsýnarannsóknar í útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis fundust engin lífsýni eða fingraför á hótunarbréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Ekki náðist í Malín við vinnslu fréttarinnar.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00