Enski boltinn

Bjarni Þórður ver mark Mosfellinga í 2. deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari UMFA með Bjarna Þórði.
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari UMFA með Bjarna Þórði. mynd/umfa
Afturelding hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 2. deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Fram kemur á heimasíðu félagsins að markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson er genginn í raðir þess og búinn að skrifa undir tveggja ára samning.

Bjarni Þórður, sem er fæddur árið 1983, er þrautreyndur markvörður sem á að baki 163 leiki í efstu deild með Fylki og Stjörnunni.

Bjarni missti stöðu sína í marki Fylkis í sumar til hins unga Ólafs Íshólms Ólafssonar, en hann spilaði átta leiki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

Fylkismenn eru í markvarðaleit og hafa bæði haft samband við Þórð Ingason og Róbert Örn Óskarsson.

Afturelding hefur verið fast í 2. deildinni í fimm ár eða síðan liðið féll úr 1. deild sumarið 2009. Það endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×