Eyjólfur á heimleið: „Ég þarf að byrja upp á nýtt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. nóvember 2015 14:26 Eyjólfur Héðinsson gæti hjálpað hvaða Pepsi-deildarliði sem er. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn