Rio: Við spörkuðum skemmtaranum úr Ronaldo þannig hann fór að gefa boltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 12:30 vísir/getty Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Rio Ferdinand, Paul Scholes og Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmenn Manchester United, voru allir gestir í myndveri BT Sport í gærkvöldi þar sem þeir fóru yfir fyrri leikina í fjórðu leikviku Meistaradeildarinnar. Einn leikjanna var viðureign Real Madrid og PSG sem spænska stórliðið vann, 1-0, með marki Nacho. Gary Lineker, sem stýrir Meistaradeildarumfjöllun BT Sport, nýtti tækifærið og spurði Rio og Scholes út í kafla í nýrri bók Ronaldo þar sem hann segir frá því að eldri leikmenn Manchester United nánast lögðu hann í einelti þegar hann gekk í raðir liðsins. „Það gerðum við ekki. Við sáum allir hversu góður hann gæti orðið. Þegar hann kom vildi hann bara skemmta fólki en við vildum vinna. Við vissum að ef hann myndi bæta sig væru meiri líkur að okkur myndi ganga vel,“ sagði Rio. „Við spörkuðum þessum skemmtara úr honum þannig hann bætti sig og fór að skila mörkum og stoðsendingum.“Rio Ferdinand og Paul Scholes í myndveri BT sport.mynd/skjáskotO'Shea náði ekki andanum „Þetta var ekkert sem við ræddum um. Við vissum bara að hann var nógu góður til að koma liðinu upp á næsta þrep en þá þurfti hann að fara að gefa boltann. Ég man að Ruud van Nistelrooy ætlaði einu sinni að yfirgefa æfingu því Ronaldo var búinn að taka 50 skæri og hann nennti ekki að standa í þessu,“ sagði Rio. Lineker grínaðist á með að nokkrar Paul Scholes-tæklingar hefðu átt að duga, en Scholes var góður í flestu öðru en að tækla. „Ég hefði þurft að ná honum fyrst,“ sagði Scholes glettinn. „Þetta var sama sagan og með alla leikmenn sem eru hæfileikaríkir. Þeir þurfa að vinna fyrir liðið.“ „Hann hafði takmarkaðan áhuga á að verjast en þannig var hann alinn upp. En hann var svo hæfileikaríkur að okkur var alveg sama undir lokin,“ sagði Scholes. Ronaldo var keyptur eftir vináttuleik sem United spilaði á móti Sporting í Lissabon. Leikmenn Manchester United vissu að þarna var einstakur leikmaður á ferð. „Við sögðum við hvorn annan að við þyrftum að kaupa hann. John O'Shea náði ekki andanum eftir að verjast honum í leiknum. Það var búið að ganga frá kaupunum á Ronaldo áður en við lentum aftur í Manchester,“ sagði Rio Ferdinand. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira