Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson í leik með PSG. Vísir/Getty Róbert Gunnarsson var kátur og brosmildur á æfingu landsliðsins í gær. Hann segir alltaf gott að koma heim og svo finnst honum eflaust gott að breyta um umhverfi þar sem hann er ekki að spila mikinn handbolta með liði sínu PSG. „Við segjumst alltaf vera glaðir að koma í landsliðið. Það stendur í öllum viðtölum síðustu 20 ár. Það var reyndar ekki alltaf gaman en það er það svo sannarlega núna,“ segir Róbert og hlær dátt. Róbert spilar með dýrasta handboltaliði sögunnar enda hafa verið keyptir menn eins og Nikola Karabatic og Mikkel Hansen til félagsins. Það er valinn maður í hverju rúmi og reyndar fleiri en einn um hvert einasta rúm. Á því hefur Róbert fengið að kenna. Hann er að keppa við franska landsliðsmanninn Luka Karabatic og króatíska landsliðsmanninn Igor Vori á línunni um mínútur á gólfinu. Þær mínútur hafa ekki verið margar upp á síðkastið og stundum engar.Róbert Gunnarsson ræðir við Daniel Narcisse.Vísir/GettyEr ekki með uppsteyt á æfingum „Það gefur augaleið að þegar maður er atvinnumaður þá vill maður spila. Auðvitað vil ég spila meira en ég er ekki með neinn uppsteyt á æfingum. Ég mæti á æfingar, tek vel á því og er tilbúinn ef ég fæ að spila. Ég er skáti, alltaf tilbúinn. Það verður bara að sjá hvert það leiðir mig,“ segir Róbert en hann verður eðlilega ekki jafn kátur er hann talar um ástand sitt hjá félagsliðinu þessa dagana. Þjálfari liðsins er hinn þrautreyndi Noka Serdarusic. Hann þjálfaði Kiel meðal annars í 15 ár áður en Alfreð Gíslason tók við af honum þar. „Ég er ekki með sömu reynslu í handboltaskák og hann. Ég mæti því bara í vinnuna og reyni að gera mitt besta. Ég fékk að spila í horninu gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hef fengið einhverjar mínútur í deildinni en ekkert meira. Ég er í toppstandi en staðan er eins og hún er. Maður verður bara að njóta þess að vera í borginni og gera það besta úr þessu,“ segir Róbert en hann hefur ekkert rætt sína stöðu við þjálfarann.Svolítið íslenskt að halda bara áfram „Það er allur gangur á því hvað leikmenn gera í svona stöðu. Ég held að það sé svolítið íslenskt að halda bara áfram. Þjálfarinn spilar bara á þeim sem hann telur henta hverju sinni og maður verður bara að virða það. Þjálfarinn hefur alltaf rétt fyrir sér og ber ábyrgð á liðinu. Þeir sem spila sömu stöðu og ég spila bæði vörn og sókn á meðan ég spila bara sókn. Þjálfarinn vill engar varnarskiptingar og því er ekkert skrítið að hann spili frekar á hinum strákunum.“ Þó svo það sé hundfúlt að horfa á leiki af bekknum þá er ástandið þó ekki orðið þannig að Róbert hugsi sér til hreyfings. „Það er ekkert slíkt í gangi og ég held bara áfram.“ Róbert er á sínu fjórða ári með PSG og það hefur mikið breyst síðan Qatar Sports Investment keypti félagið og fór að dæla peningum bæði í fótboltann og handboltann.Róbert Gunnarsson fagnar titli á síðustu leiktíð.Vísir/GettyBara tveir á skrifstofu PSG þegar hann byrjaði „Þegar ég byrjaði hjá PSG þá voru tveir að vinna á skrifstofunni en núna er þetta orðið dýrasta handboltalið heims. Það er frábær umgjörð þarna og allt sem viðkemur liðinu er í hæsta klassa. Það er gaman að fá að upplifa þetta allt saman þó svo það séu blendnar tilfinningar þar sem ég vildi spila meira í dag,“ segir Róbert en ólíkt öðrum ofurliðum í handboltanum þá eru litlar líkur á því að þetta lið fari á hausinn. Í raun eru þær nánast engar. „Eigendurnir eru að setja mikinn pening í fótboltann og handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim. Ég held að fótboltinn hafi úr 500 milljónum evra að spila en handboltinn 16 milljónum þó svo þetta sé dýrasta lið allra tíma. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta er stórkostlegt fyrir okkur en það má spyrja sig hvort þessar 16 milljónir skipti þá einhverju máli.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Róbert Gunnarsson var kátur og brosmildur á æfingu landsliðsins í gær. Hann segir alltaf gott að koma heim og svo finnst honum eflaust gott að breyta um umhverfi þar sem hann er ekki að spila mikinn handbolta með liði sínu PSG. „Við segjumst alltaf vera glaðir að koma í landsliðið. Það stendur í öllum viðtölum síðustu 20 ár. Það var reyndar ekki alltaf gaman en það er það svo sannarlega núna,“ segir Róbert og hlær dátt. Róbert spilar með dýrasta handboltaliði sögunnar enda hafa verið keyptir menn eins og Nikola Karabatic og Mikkel Hansen til félagsins. Það er valinn maður í hverju rúmi og reyndar fleiri en einn um hvert einasta rúm. Á því hefur Róbert fengið að kenna. Hann er að keppa við franska landsliðsmanninn Luka Karabatic og króatíska landsliðsmanninn Igor Vori á línunni um mínútur á gólfinu. Þær mínútur hafa ekki verið margar upp á síðkastið og stundum engar.Róbert Gunnarsson ræðir við Daniel Narcisse.Vísir/GettyEr ekki með uppsteyt á æfingum „Það gefur augaleið að þegar maður er atvinnumaður þá vill maður spila. Auðvitað vil ég spila meira en ég er ekki með neinn uppsteyt á æfingum. Ég mæti á æfingar, tek vel á því og er tilbúinn ef ég fæ að spila. Ég er skáti, alltaf tilbúinn. Það verður bara að sjá hvert það leiðir mig,“ segir Róbert en hann verður eðlilega ekki jafn kátur er hann talar um ástand sitt hjá félagsliðinu þessa dagana. Þjálfari liðsins er hinn þrautreyndi Noka Serdarusic. Hann þjálfaði Kiel meðal annars í 15 ár áður en Alfreð Gíslason tók við af honum þar. „Ég er ekki með sömu reynslu í handboltaskák og hann. Ég mæti því bara í vinnuna og reyni að gera mitt besta. Ég fékk að spila í horninu gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hef fengið einhverjar mínútur í deildinni en ekkert meira. Ég er í toppstandi en staðan er eins og hún er. Maður verður bara að njóta þess að vera í borginni og gera það besta úr þessu,“ segir Róbert en hann hefur ekkert rætt sína stöðu við þjálfarann.Svolítið íslenskt að halda bara áfram „Það er allur gangur á því hvað leikmenn gera í svona stöðu. Ég held að það sé svolítið íslenskt að halda bara áfram. Þjálfarinn spilar bara á þeim sem hann telur henta hverju sinni og maður verður bara að virða það. Þjálfarinn hefur alltaf rétt fyrir sér og ber ábyrgð á liðinu. Þeir sem spila sömu stöðu og ég spila bæði vörn og sókn á meðan ég spila bara sókn. Þjálfarinn vill engar varnarskiptingar og því er ekkert skrítið að hann spili frekar á hinum strákunum.“ Þó svo það sé hundfúlt að horfa á leiki af bekknum þá er ástandið þó ekki orðið þannig að Róbert hugsi sér til hreyfings. „Það er ekkert slíkt í gangi og ég held bara áfram.“ Róbert er á sínu fjórða ári með PSG og það hefur mikið breyst síðan Qatar Sports Investment keypti félagið og fór að dæla peningum bæði í fótboltann og handboltann.Róbert Gunnarsson fagnar titli á síðustu leiktíð.Vísir/GettyBara tveir á skrifstofu PSG þegar hann byrjaði „Þegar ég byrjaði hjá PSG þá voru tveir að vinna á skrifstofunni en núna er þetta orðið dýrasta handboltalið heims. Það er frábær umgjörð þarna og allt sem viðkemur liðinu er í hæsta klassa. Það er gaman að fá að upplifa þetta allt saman þó svo það séu blendnar tilfinningar þar sem ég vildi spila meira í dag,“ segir Róbert en ólíkt öðrum ofurliðum í handboltanum þá eru litlar líkur á því að þetta lið fari á hausinn. Í raun eru þær nánast engar. „Eigendurnir eru að setja mikinn pening í fótboltann og handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim. Ég held að fótboltinn hafi úr 500 milljónum evra að spila en handboltinn 16 milljónum þó svo þetta sé dýrasta lið allra tíma. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta er stórkostlegt fyrir okkur en það má spyrja sig hvort þessar 16 milljónir skipti þá einhverju máli.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti