Klopp fer aðrar leiðir en Rodgers í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 22:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Vísir/Getty Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Það verður ekkert varalið hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar lið hans heimsækir Rubin Kazan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Forveri hans í starfi, Brendan Rodgers, stundaði það ítrekað að hvíla sína bestu menn í Evrópudeildarleikjum en Klopp freistast ekki til þess í þessum leik að minnsta kosti. Liverpool gerði jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína, 1-0 sigur á Bournemouth í deildabikarleik og svo 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Flestir leikmenn sem tóku þátt í sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi fljúga til Rússlands. Það er því strax ljóst að Klopp mun tefla fram sterku liði á Kazan Arena á fimmtudaginn en næsti leikur á eftir er síðan á móti Crystal Palace á sunnudaginn. Kazan Arena er nýbyggður leikvangur (fyrir HM 2018) en þarna fór fram HM í sundi í sumar. Til að koma sundlauginni fyrir var grasið tekið í burtu en nú hafa menn lokið því að koma grasvellinum aftur á sinn stað og því getur leikurinn við Liverpool orðið fyrsti Evrópuleikurinn á leikvanginum. Liverpool er í öðru sæti riðilsins en liðið hefur hvorki unnið né tapað í Evrópudeildinni til þessa því allir þrír leikir liðsins hafa endað með jafntefli. Liverpool er eins og er með eins stigs forskot á Rubin Kazan en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í toppsæti riðilsins. Liverpool lenti 1-0 ndir á heimavelli á móti Rubin Kazan í fyrri leiknum á Anfield en jafnaði metin á 37. mínútu rétt eftir að liðið varð manni fleiri. Liverpool tókst ekki hinsvegar að skora sigurmark á þeim rúmu 50 mínútum sem liðið spilaði ellefu á móti tíu.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira