Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 21:07 Frá kynningu fjárlaganna 2015 í fyrra. Vísir/GVA Útlit er fyrir að afkoma ríkissjóðs verði mun betri en gert var fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjárlög 2015. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var á vef Alþingis í gær er gert ráð fyrir að afgangur af ríkisrekstri aukist um 17,1 milljarð króna. Stærstur hluti þess er vegna um 15 milljarða hærri arðgreiðslum frá fjármálastofnunum. Þessi greiðsla kemur að mestu frá Landsbanka Íslands. Án áðurnefndra arðgreiðslna er gert ráð fyrir að niðurstaða fjáraukafrumvarpsins sé svipuð og í fjárlögum. Hins vegar eru miklar veltubreytingar og innbyrðis breytingar á milli ýmissa stærða, bæði á tekju- og útgjaldahliðinni. Heildartekjur ríkissjóðs munu, samkvæmt frumvarpinu, hækka um 26,4 milljarða frá fjárlögum og útgjöld um 9,4 milljarða.Greiða niður skuldir Miðað við frumvarpið er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Þá er ein stærsta breytingin í frumvarpinu frá fjárlögum endurmat á áætlun um vaxtagjöldum ríkissjóðs. Áætlað er að vaxtagjöldin verði 76,8 milljarðar og lækki um 5,7 milljarða frá fjárlögum. Mesta lækkunina má rekja til lægri vaxtagjalda af innlendum lánum. Það er til komið vegna lægra vaxtastigs á árinu en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Í frumvarpinu er ekki tekið tillit til hugsanleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð í tengslum við losun fjármagnshafta. Líklegra þykir að þau muni hafa áhrif á fjárlagafrumvarp næsta árs. „Slitabú föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlög á yfirstandandi ári til að geta gengið til nauðasamninga. Gangi það eftir þurfa þau ekki að greiða 39% stöðugleikaskatt á næsta ári.“ Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Útlit er fyrir að afkoma ríkissjóðs verði mun betri en gert var fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjárlög 2015. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var á vef Alþingis í gær er gert ráð fyrir að afgangur af ríkisrekstri aukist um 17,1 milljarð króna. Stærstur hluti þess er vegna um 15 milljarða hærri arðgreiðslum frá fjármálastofnunum. Þessi greiðsla kemur að mestu frá Landsbanka Íslands. Án áðurnefndra arðgreiðslna er gert ráð fyrir að niðurstaða fjáraukafrumvarpsins sé svipuð og í fjárlögum. Hins vegar eru miklar veltubreytingar og innbyrðis breytingar á milli ýmissa stærða, bæði á tekju- og útgjaldahliðinni. Heildartekjur ríkissjóðs munu, samkvæmt frumvarpinu, hækka um 26,4 milljarða frá fjárlögum og útgjöld um 9,4 milljarða.Greiða niður skuldir Miðað við frumvarpið er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Þá er ein stærsta breytingin í frumvarpinu frá fjárlögum endurmat á áætlun um vaxtagjöldum ríkissjóðs. Áætlað er að vaxtagjöldin verði 76,8 milljarðar og lækki um 5,7 milljarða frá fjárlögum. Mesta lækkunina má rekja til lægri vaxtagjalda af innlendum lánum. Það er til komið vegna lægra vaxtastigs á árinu en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Í frumvarpinu er ekki tekið tillit til hugsanleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð í tengslum við losun fjármagnshafta. Líklegra þykir að þau muni hafa áhrif á fjárlagafrumvarp næsta árs. „Slitabú föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlög á yfirstandandi ári til að geta gengið til nauðasamninga. Gangi það eftir þurfa þau ekki að greiða 39% stöðugleikaskatt á næsta ári.“
Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira